Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mikið verið skorað í leikjum helgarinnar
Kristófer Páll Viðarsson skoraði frábært mark, beint úr aukaspyrnu, annan leikinn í röð. Myndir úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 5. júní 2022 kl. 12:39

Mikið verið skorað í leikjum helgarinnar

Kórdrengir - Grindavík 1:1

Grindavík og Kórdrengir gerðu jafntefli á föstudag  í Safamýri. Það var Kristófer Páll Viðarsson sem kom Grindavík í forystu með glæsimarki beint úr aukaspyrnu á 29. mínútur. Markið var nánast endurtekning á sigurmarki hans gegn Fylki í umferðinni á undan. Kórdrengir jöfnuðu leikinn með góðu marki eftir klukkutíma leik (60’) og þar við sat.

Grindavík situr í sjötta sæti Lengjudeildar karla og er taplaust eftir fimm umferðir, með tvo sigra og þrjú jafntefli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Júlía Ruth Thasaphong í leik með Grindavík á síðasta tímabili.

Fjölnir - Grindavík 0:3

Grindavíkur vann 3:0 útisigur á liði Fjölnis í Lengjudeild kvenna á fimmtudag. Mimi Eiden átti frábæran leik og skoraði öll mörk Grindvíkinga (13’, 32’ (víti) og 84’).

Grindavík er með sjö stig í að loknum fimm umferðum og eins og karlarnir er kvennaliðið í sjötta sæti deildarinnar.


Oumar Diouck er markahæstur í 2. deild karla með sex mörk. Úlfur Ágúst Björnsson og Magnús Þórir Matthíasson eru báðir með fjögur.

KFA - Njarðvík 2:3

Sigurganga Njarðvíkinga heldur áfram í 2. deild karla en Njarðvík átti í smá vandræðum í Fjarðarbyggðarhöllinni í gær með lið KFA, sem er meðal neðstu liða, og lenti í tvígang undir í leiknum en Magnús þórir Matthíasson (16’) og Marc McAusland (58’) jöfnuðu fyrir Njarðvík. Það var svo Oumar Diouck sem skoraði sigurmarkið fyrir Njarðvík á 73. mínútu.

Njarðvíkingar eru efstir í 2. deild karla með fullt hús stiga.

Það gengur ekkert upp hjá Sandgerðingum í byrjun móts. Benedikt Jónsson, fyrirliði Reynismanna, hér í leik gegn Njarðvík.

Reynir - Höttur/Huginn 2:3

Leikurinn á Blue-vellinum í Sandgerði fór heldur betur fjörlega af stað og eftir tíu mínútur var búið að skora fjögur mörk. Það var Höttur/Huginn sem skoraði strax á fyrstu mínútu en Ivan Prskalo jafnaði leikinn mínútu síðar (2’). Sæþór Ívan Viðarsson kom Reyni í forystu skömmu síðar (7’) en gestirnir jöfnuðu á þeirri níundu. Ivan Prskalo var aftur á ferðinni á 30. mínútu þegar hann skoraði þriðja mark Reynis og staðan 3:2 í hálfleik.

Það voru hinsvegar gestirnir sem skoruðu í tvígang í seinni hálfleik og tóku öll stigin. Reynismenn sitja því enn stigalausir á botni deildarinnar eftir fimm umferðir.

Jóhann Þór Arnarsson skoraði mark Víðis úr vítaspyrnu.

KF - Víðir 2:1

Eftir 6:2 stórsigur á KFS í síðustu umferð var Víðismönnum kippt niður á jörðina þegar þeir mættu KF á Valsvellinum í 3. deild karla síðasta föstudag. KF var án stiga og á botni deildarinnar fyrir leikinn en þeir komust í tveggja marka forystu með marki í hvorum hálfleik. Jóhann Þór Arnarsson minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu en lengra komust Víðismenn ekki og óvænt tap því niðurstaðan.