Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mikið undir í grannaslagnum
Sunnudagur 2. mars 2014 kl. 15:04

Mikið undir í grannaslagnum

Njarðvík - Keflavík í kvöld

Í kvöld fer fram heil umferð í Domino's deild kvenna í körfubolta. Flest augu beinast sennilega að viðureign Njarðvíkinga og Keflvíkinga sem fram fer í Ljónagryfjunni. Eins og kunugt er berjast Njarðvíkurkonur fyrir tilverurétti sínum í deildinni en liðið er á botninum fjórum stigum frá Grindvíkingum. Keflvíkinga vilja tryggja sér þriðja sætið og koma sér á sigurbraut áður en úrslitakeppnin hefst innan skamms og því má vænta hörkuleiks í kvöld hjá grönnunum í Reykjanesbæ.

Grindvíkingar eiga nokkuð erfiðan leik fyrir höndum en þær sækja Harmarskonur heim. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Staðan í deildinni