Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mikið um dýrðir fyrir undanúrslitin í kvöld
Miðvikudagur 30. júlí 2014 kl. 12:00

Mikið um dýrðir fyrir undanúrslitin í kvöld

Keflvíkingar hita vel upp

Það verður mikið um dýrðir á Nettóvellinum í kvöld en þá fer fram undanúrslitaleikurinn í bikarkeppni karla í fótbolta. Keflvíkingar taka þá á móti Víkingum en vel verður hitað upp fyrir leikinn. Kveikt verður upp í grillinu klukkan 17:30 í félagsheimilinu og Kristján þjálfari kíkir á stuðningsmenn og fer yfir leikinn. Synir Rúnna Júll, þeir Baldur og Júlíus spila einnig nokkur lög fyrir stuðningmenn í félagsheimilinu fyrir leik. Paddy's Irish pub býður svo öllum stuðningsmönnum í Happy Hour frá kl 16.00 til 19.00 en þar verða einnig miðar seldir á leikinn.

Keflavík hefur ekki spilað leik í undanúrslitum bikarsins á heimavelli síðan 1997, þau skipti sem liðið hefur komist í undanúrslit síðan þá hefur verið spilað á Laugardalsvelli. Stuðningsmenn eru hvattir til þess að mæta í svörtu eða bláu á leikinn sem hefst klukkan 19:15.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024