Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mikið um að vera í Krikanum
Laugardagur 28. júlí 2007 kl. 17:37

Mikið um að vera í Krikanum

Óhætt er að segja að mikið fjör hafi verið í fyrri hálfleik í Kaplakrika þar sem nú eigast við FH og Keflavík í Landsbankadeild karla. Staðan er 2-2 í hálfleik og var Sverri Garðarssyni, varnarmanni hjá FH, vikið af leikvelli eftir að hann fékk sitt annað gula spjald fyrir gróft brot á Baldri Sigurðssyni.

 

Baldur kom Keflavík í 1-0 strax á 6. mínútu leiksins með skallamarki eftir sendingu frá Jónasi Guðna Sævarssyni en Sigurvin Ólafsson jafnaði metin í 1-1 tveimur mínútum síðar með bakfallsspyrnu.

 

Matthías Vilhjálmsson kom FH síðan í 2-1 og eftir 19. mínútna leik voru þrjú mörk komin í leikinn. Keflvíkingar klóruðu svo í bakkann og jöfnuðu 2-2 þegar Marco Kotilainen skoraði úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Hallgrími Jónassyni í teignum.

 

Símun Samuelsen leikur ekki með Keflavík í dag þar sem hann tekur út leikbann vegna spjaldasöfnunar.

 

Von er á bráðfjörugum síðari háflleik sem er rétt skriðinn af stað.

 

Nánar síðar...

 

VF-mynd/ Úr safni-Baldur Sigurðsson kom Keflavík í 1-0 í Krikanum í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024