Mikið um að vera í boltanum
Það er mikið um að vera í boltanum í kvöld og á morgun hjá neðri deildar liðunum á Suðurnesjum. Þá er einn leikur í kvennadeildinni. Þrjú þessara liða eiga heimaleiki í kvöld
Þróttur og KFS spila í Vogum
Fyrsti heimaleikur sumarsins hjá meistaraflokki Umf. Þróttar í knattspyrnu verður í kvöld á Nesbyggðarvellinum í Vogum þegar lið KFS frá Vestamannaeyjum kemur í heimsókn.
Leikurinn hefst kl. 19:00. Þetta er annar leikur Umf. Þróttar í 3. deildinni í sumar, en liðið tapaði fyrsta leiknum á útivelli gegn Álftanesi í síðustu viku
Njarðvík og ÍH/HV á Ásvöllum
Í kvöld leikur Njarðvík þriðja leik sinn í 2. deildinni þegar þeir fara til Hafnarfjarðar og leika gegn sameiginlegu liði Íþróttafélags Hafnarfjarðar, Hamrana og Vina sem sammstafað er ÍH/HV. Leikurinn fer fram á Ásvöllum Hafnarfirði og hefst kl. 18.00.
GRV tekur á móti Stjörnunni
GRV tekur á móti Stjörnunni á Grindavíkurvelli í kvöld kl. 19:15. Þetta er fimmti leikur GRV í deildinni, en liðið er í 8. sæti af 10 með 3 stig. Stjarnan situr hins vegar í öðru sæti með fullt hús stiga.
Leikurinn átti upphaflega að fara fram á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði, en því var breytt þar sem stúkan er ekki tilbúin við völlinn. Í staðinn mun GRV spila sinn fyrsta leik í Sandgerði í sumar þriðjudaginn 23. júní þegar Breiðablik kemur í heimsókn.
Reynir fær Magna í heimsókn
Á laugardaginn eigast við Reynir frá Sandgerði og Magni frá Grenivík. Flautað verður til leiks á Sparisjóðsvellinum 17:00.
Í fyrra léku bæði liðin í 2.deild með misjöfnum árangri. Magni átti ágætt tímabil og sigldi lygnan sjó allt tímabilið. Þeir enduðu í 5. sæti með 30 stig en Reynir í því 8. með 25 stig.
Liðin mættust fyrst á Sparisjóðsvellinum 7, júní í fyrra og lauk honum með öruggum sigri Reynismanna, 4-1. Seinni leikurinn var síðan spilaður 9. ágúst og honum lauk einnig með sigri Reynis 2-3.