Mikið um að vera í æfingahúsi GS í Keflavík
Það er mikið um að vera í æfingahúsi Golfklúbbs Suðurnesja í Keflavík í dag og þar hefur verið fjöldi fólks á öllum aldri að leik síðustu daga.Í Æfingahúsinu, sem er í gamla Keflavík hf. er boðið upp á fullkomnasta golfhermi landsins, auk þess sem hægt er að slá í net, pútt a á innipúttvöllum og spila billjard. Meðfylgjandi myndir voru teknar í æfingahúsinu fyrr í dag.