Mikið um að vera hjá fimleikafólki
Það hefur verið mikið um að vera hjá fimleikafólki Keflavíkur undanfarið en fyrstu mót ársins voru haldin síðustu tvær helgar.
Um síðustu helgi fór fram GK mót í hópfimleikum og stökkfimi í Garðabæ. Keflavík sendi tvö lið til keppni, eitt í stökkfimi og eitt í 3. flokk.
Stelpurnar í 2. flokki gerðu sér lítið fyrir og sigruðu stökkfimideildina. Þær urðu einnig í fyrsta sæti á gólfi, fyrsta sæti á dýnu og öðru sæti á trampólíni.
Stelpurnar í 3. flokki kepptu í A deild og stóðu sig mjög vel og sýndu miklar framfarir frá því á síðasta móti
Þá fór einnig fór fram þrepamót í áhaldafimleikum hjá Fjölni og þar var keppt í 4. og 5. þrepi.
Keflavík átti þar sex fulltrúa sem stóðu sig virkilega vel og voru deildinni til mikils sóma.
Þarsíðustu helgi fór fram þrepamót í áhaldafimleikum í 1. þrepi, 2. þrepi og 3. þrepi sem haldið var í Björk í Hafnafirði.
Keflavík átti þar glæsilegan hóp af stelpum sem stóðu sig virkilega vel.