Mikið fjör við Seltjörn
Nýlega var sleppt í Seltjörn stórum urriða af Ísaldarstofni sem er sá sami og er í Veiðivötnum á Landmannaafrétti og Þingvallavatni. Var þessi fiskur mest á bilinu 2 - 5 pund en nokkrir ennþá stærri slægðust með til að hrella veiðimenn enn frekar. Eru menn sammála um að um gífurlega skemmtilegan sportfisk er að ræða og eru tökurnar oft ofsafengnar og því augljóslega ánægðir veiðimenn sem stunda vatnið um þessar mundir.Mikið fjör hefur því verið við veiðar í Seltjörn síðustu vikur og hafa fluguveiðimenn verið að taka allt upp í 30 fiska yfir daginn en mest öllum fiski er sleppt aftur í vatnið þannig að ekki gengur mikið á stofninn þrátt fyrir mikla veiði. Hefur gefist best að nota ýmiss konar kúluhausa og má þar nefna frumhnýtta flugu fyrir Seltjörnina sjálfa sem kallast "Birgitta" eftir hinni frægu og viðkunnalegu söngkonu (brúnt skegg, silfurbúkur og rauð fjöður í skott, hnýtt á agnhaldslausa einkrækju nr. 14).
Er það von manna að veiðin haldi áfram að vera góð og munu umsjónaraðilar vatnsins halda áfram að bæta í það vænum urriða í sumar og næstu sumur þannig veiðimenn geti ávallt átt von á mikilli skemmtun og vænum urriðum í Seltjörn.
Frekari upplýsingar og veiðifréttir af vatninu má finna á finna hér!
Er það von manna að veiðin haldi áfram að vera góð og munu umsjónaraðilar vatnsins halda áfram að bæta í það vænum urriða í sumar og næstu sumur þannig veiðimenn geti ávallt átt von á mikilli skemmtun og vænum urriðum í Seltjörn.
Frekari upplýsingar og veiðifréttir af vatninu má finna á finna hér!