Miðasala á Keflavík-Madeira hefst kl. 18
Sigurður Ingimundarson, þjálfari körfuknattleiksliðs Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir fyrr í dag að hans menn hlökkuðu til átakanna í kvöld. Þá mæta þeir portúgalska liðinu CAB Madeira. „Þeir eru með hávaxna leikmenn, en við höfum séð bæði stærri og betri lið. Það er eins með þennan leik og alla Evrópuleiki. Við þurfum að eiga toppleik til að sigra.“
Leikurinn hefst klukkan 19.15, en miðasala hefst kl. 18 þegar húsið opnar
VF-mynd: Frá viðureign liðanna í fyrra
Leikurinn hefst klukkan 19.15, en miðasala hefst kl. 18 þegar húsið opnar
VF-mynd: Frá viðureign liðanna í fyrra