Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Michael Craion til KR
Þriðjudagur 8. júlí 2014 kl. 14:08

Michael Craion til KR

Keflvíkingar vilja öðruvísi leikmann

Michael Craion, Bandaríkjamaðurinn sem leikið hefur með Keflvíkingum síðuastu tvö tímabil í Dominos deild karla í körfubolta, hefur samið við KR-inga. Craion hefur verið einn albesti leikmaður deildarinnar síðan hann kom hingað til lands og munu Keflvíkingar sjálfsagt sakna hans sárt. Vísir.is greinir frá.

Sævar Sævarsson varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur segir að Keflvíkingar hafi ákveðið að semja ekki við Craion en Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari hyggst leita af öðruvísi leikmanni. „Við erum annars rólegir í útlendingamálum, það er ennþá bara júlí. Ég treysti því að Helgi Jónas og Tómas Tómasson umboðsmaður finni fyrir okkur gæðaleikmanna, ég hef fulla trú á þeim félögum,“ sagði Sævar í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024