Mfl. kvenna: Keflavík - Stjarnan á Sparisjóðsvellinum
Mfl. kvenna: Keflavík - Stjarnan á Sparisjóðsvellinum í kvöld kl. 19:15.
Keflavík tekur á móti Stjörnunni í 13. umferð Landsbankadeildar. Fyrr í sumar mættust liðin í 4. umferð deildarinnar á heimavelli Stjörnustúlkna. Þá varð 2-2 jafntefli þar sem Guðrún Ólöf Olsen skoraði bæði mörk Keflavíkur en Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir gerði bæði mörkin fyrir Stjörnuna.
Keflavík þarf virkilega á sigri að halda í kvöld ef þær ætla sér að vera meðal þeirra bestu að ári. Að sögn Ásdísar Þorgilsdóttur, þjálfara Keflavíkur, þá er þetta allt að koma. „Þær eru að öðlast sjálfstraust á ný og eiga eftir að sýna hvað í þeim býr.“
Það er tilvalið fyrir Keflvíkinga að skella sér á völlinn í kvöld og hvetja stelpurnar áfram, þær þurfa á góðum stuðningi að halda.
Það var mikil gleði á æfingu hjá hópnum í vikunni þegar ljósmyndari VF mætti á svæðið.
Myndir: IngaSæm