Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Metþátttaka í minningarmóti Ragnars Margeirs
Miðvikudagur 29. febrúar 2012 kl. 10:02

Metþátttaka í minningarmóti Ragnars Margeirs



Minningarmót um Ragnar Margeirsson var haldið í Reykjaneshöll s.l. laugardag. Mótið er orðið að árlegum viðburði og er haldið fyrir knattspyrnumenn eldri en 35 ára. Mótið tókst í alla staði mjög vel og voru allir sem að mótinu komu sérlega ánægðir í lok dags. Það voru 16 lið sem tóku þátt, sem er jafnframt metþátttaka. Allur ágóði af mótinu hefur undangengin ár runnið til góðgerðasamtaka og í ár var það fjölskylda Sigursteins Gíslasonar sem naut góðs af.



Mótið var leikið í fjórum riðlum og komust tvö efstu lið riðlanna í A-úrslit og liðin í tveimur neðri sætunum spiluðu í B-úrslitum. KR, sem stjórnað var af Rúnari Kristinssyni, gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið 3ja árið í röð en í þeirra herbúðum voru margir gamalkunnir landsliðs- og atvinnumenn. Í úrslitaleiknum sigraði KR lið Þróttar Vogum eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. Þróttarar höfðu farið í gegnum tvær vítaspyrnukeppnir áður en kom að úrslitaleiknum en þar komu þeir að læstu búrinu hjá Kristjáni Finnbogasyni sem gerði sér lítið fyrir og varði tvær fyrstu spyrnur Þróttara með miklum tilþrifum og þar við sat. Í B-úrslitum voru það Grindvíkingar sem sigruðu Þróttara frá Reykjavík í úrslitaleik, 3-1.



Myndir: Ingvar Georgsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024