Metfjöldi á Margeirsmótinu
Glæsilegt minningarmót Púttklúbbs Suðurnesja um Margeir Jónsson fór fram í dag. Þátttakendur voru 53 og hafa ekki verið svo margir í áraraðir. Eins og vant er voru leiknar 36 holur og urðu sigurvegarar sem hér segir:
Í kvennaflokki urðu þrjár jafnar á 69 höggum og eftir umspil varð röðin þessi:
1. sæti Hrefna Ólafsdóttir á 69 höggum
2. sæti Guðrún Halldórsdóttir á 69 höggum
3. sæti Jóhanna Jensdóttir á 69 höggum
Bingóverðlaun vann svo Guðrún Halldórsdóttir á 9 bingóum.
Í karlaflokki Valtýr Sigurðsson en hann hlaut einnig bingóverðlaunin með 9 bingó.
1. sæti Valtýr Sæmundsson á 64 höggum.
Þrír urðu svo jafnir í 3.-4. sæti á 65 höggum og eftir umspil varð röðin:
2. sæti Jóhann Alexandersson á 65 höggum
3. sæti Hákon Þorvaldsson á 65 höggum
Fulltrúi barna Margeirs, Ásta Ragnheiður Margeirsdóttir, eða Rabbý, afhenti svo glæsileg verðlaun í mótslok.
Verðlaunapeninga fyrir fyrstu 3 sætin sem og bingóbikara, ásamt mjög svo fallegum farandgripum í karla og kvennaflokki. Gripir þessir eru gefnir af börnum Margeirs og verður keppt um þá árlega 23. nóvember, fæðingardag Margeirs.
Veitingar voru í boði Jónínu Ingólfsdóttur og Hennings Kjartanssonar.
Næsta mót er svo 9. desember en þá fer fram afmælismót púttsalarins í Röstinni.
Í kvennaflokki urðu þrjár jafnar á 69 höggum og eftir umspil varð röðin þessi:
1. sæti Hrefna Ólafsdóttir á 69 höggum
2. sæti Guðrún Halldórsdóttir á 69 höggum
3. sæti Jóhanna Jensdóttir á 69 höggum
Bingóverðlaun vann svo Guðrún Halldórsdóttir á 9 bingóum.
Í karlaflokki Valtýr Sigurðsson en hann hlaut einnig bingóverðlaunin með 9 bingó.
1. sæti Valtýr Sæmundsson á 64 höggum.
Þrír urðu svo jafnir í 3.-4. sæti á 65 höggum og eftir umspil varð röðin:
2. sæti Jóhann Alexandersson á 65 höggum
3. sæti Hákon Þorvaldsson á 65 höggum
Fulltrúi barna Margeirs, Ásta Ragnheiður Margeirsdóttir, eða Rabbý, afhenti svo glæsileg verðlaun í mótslok.
Verðlaunapeninga fyrir fyrstu 3 sætin sem og bingóbikara, ásamt mjög svo fallegum farandgripum í karla og kvennaflokki. Gripir þessir eru gefnir af börnum Margeirs og verður keppt um þá árlega 23. nóvember, fæðingardag Margeirs.
Veitingar voru í boði Jónínu Ingólfsdóttur og Hennings Kjartanssonar.
Næsta mót er svo 9. desember en þá fer fram afmælismót púttsalarins í Röstinni.