Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Mete á förum?
Fimmtudagur 10. janúar 2008 kl. 15:40

Mete á förum?

DV greinir frá því í dag að knattspyrnumaðurinn Guðmundur Viðar Mete hafi ekki viljað játa eða neita því í samtali við DV hvort hann yrði áfram í herbúðum Keflavíkur.

 

Í frétt DV segir að Guðmundur muni ekki ganga til liðs við tyrkneska liðið Kasimpasa frá Istanbúl þar sem félagið hafi nýverið rekið þjálfarann og hafi ekki hugsað sér að taka inn nýja leikmenn að svo stöddu.

 

Framtíð Guðmundar í röðum Keflavíkur er því óljós eins og sakir standa í dag.

 

Heimild: DV

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024