Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Metaregn á Innanfélagsmóti ÍRB
Þriðjudagur 21. desember 2004 kl. 10:15

Metaregn á Innanfélagsmóti ÍRB

Sundmenn úr röðum ÍRB létu heldur betur til sín taka á Innanfélagsmóti ÍRB sem haldið var fyrr í dag, mánudaginn 20. desember.  Alls settu sundmennirnir 6 Íslandsmet í hinum ýmsu aldursflokkum.

Sveinasveit félagsins (12 ára og yngri) setti 2 met þ.e. í 4*200 metra skriðsundi, þar sem þeir félagar bættu fyrra metið um tæpar 12 sekúndur, og 4*50 metra bringusundi, þar sem þeir bættu fyrra met um tæpar 2 sekúndur. Sveitirnar skipuðu þeir Gunnar Örn Arnarson, Ingi Rúnar Árnason, Hermann Bjarki Níelsson, Rúnar Ingi Eðvarðsson og Eyþór Ingi Júlíusson.

Meyjasveit ÍRB (12 ára og yngri) setti glæsilegt met í 4*200 metra skriðsundi þar sem þær stöllur bættu gamla metið um 12 sekúndur, sveitina skipuðu þær Jóna Helena Bjarnadóttir, Soffía Klemenzdóttir, Diljá Heimisdóttir og María Halldórsdóttir.

Telpnasveit félagsins (14 ára og yngri) setti 2 glæsileg met, hið fyrra í 4*50 metra
bringusundi þar sem bætingin hljóðaði upp á 2 sekúndur og hið seinna í 4*100 metra bringusundi þar sem stúlkurnar bættu gamla metið um 3 sekúndur, sveitina skipuðu þær Helena Ósk Ívarsdóttir, Tinna Rún Kristófersdóttir, Elín Óla Klemenzdóttir og Íris Guðmundsdóttir.

Sjötta og síðasta metið settu þær Erla Dögg Haraldsdóttir, Helena Ósk Ívarsdóttir, Marín Hrund Jónsdóttir og Hafdís Ósk Pétursdóttir sem saman mynda stúlknasveit ÍRB (17 ára og yngri).  Metið kom í 4*100 metra flugsundi þar sem stúlkurnar náðu að bæta fyrra met um 1 sekúndu.

Sannarlega góður árangur sem ber vott um öflugt barna- og unglingastarf hjá ÍRB.  Áður en árið er allt, þ.e. miðvikudaginn 29. desember, ætla ofangreindir sundmenn ásamt öðrum sundmönnum ÍRB að hreinsa betur til í metaskrám Sundsambands Íslands.  Þeir sem hafa áhuga geta komið og fylgst með, en mótið hefst kl. 17:00 og fer fram í Sundmiðstöðinni við Sunnubraut.

Mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024