Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Met í makrílveiði í Grindavík
Þriðjudagur 26. ágúst 2014 kl. 14:48

Met í makrílveiði í Grindavík

Mikil aukning hefur orðið í löndun á makríl í Grindavíkurhöfn síðustu ár og hefur árið í ár slegið öll met. Heildaraflinn í ár er kominn yfir 5.000 tonn, samborið við 3.300 í fyrra. Munar þar mestu um aukningu á ferskum makríl en bátarnir hafa verið að veiða hreinlega í innsiglingu og suma daga mátti sjá tugi báta að veiðum hér í túnfætinum.

Í samtali við kvótinn.is sagði Sigurður Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík þetta um málið að segja: „Það var alveg svakaleg törn í löndun krókabáta hérna um daginn, mest um 40 bátar á dag. Þeir voru að taka makrílinn hérna rétt utan við höfnina. Þetta kom eins og engisprettufaraldur yfir og mæddi mikið á mannskapnum og öllum tækjum, krönum og lyfturum og var gott að fá aðeins hvíld frá þessu. Þetta var um tíu daga sprettur sem náði hámarki um þar síðustu helgi en síðan hefur veiðin dalað og er nú orðin lítil sem engin.“ Grindavík.is greinir frá.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024