Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Meistararnir mæta í Garðinn
Mánudagur 20. júní 2005 kl. 15:33

Meistararnir mæta í Garðinn

Stórleikur verður á Garðsvelli í kvöld þegar 3. deildar lið Víðis tekur á móti Íslandsmeisturum FH.

Leikurinn verður að sjálfsögðu erfiður fyrir heimamenn þar sem FH er óumdeilanlega með sterkasta leikmannahóp landsins um þessar mundir, en Garðmenn segjast óhræddir fyrir leikinn. Þeir hafi engu að tapa og geti bitið frá sér og komið á óvart með stuðningi áhorfenda og hvetja þeir alla Suðurnesjamenn sem vettlingi geta valdið að mæta á völlinn.

Bikarmeistarar Keflavíkur og Grindavík leika á útivelli í kvöld. Keflavík gegn Fjölni og Grindavík gegn Stjörnunni.

VF-mynd/HRÓS

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024