Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Meistarar út í Leiru
Föstudagur 16. júlí 2004 kl. 14:01

Meistarar út í Leiru

Um þessar mundir keppa félagar í Golfklúbbi Suðurnesja á árlegu Meistaramóti út í Leiru. Mótið hófst á miðvikudaginn en því var frestað á þriðjudeginum vegna veðurs. Svo virðist sem að mótið muni ganga vel enda blíðviðri út í Leiru og ekta „golfveður.“ Keppt er í ellefu mismunandi flokkum eftir bæði aldri og forgjöf. Hörð keppni er í meistaraflokki karla og meistaraflokki kvenna en staðan í flokkunum er eftirfarandi:

 

Eftir 36 holur.

 

Meistaraflokkur karla:

1. Örn Ævar Hjartarson 140 högg

2. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson 145 högg

3. Helgi Dan Steinsson 148 högg

 

Meistaraflokkur kvenna:

1-2. Erla Þorsteinsdóttir 168 högg

1-2. Rut Þorsteinsdóttir 168 högg

3. Inga Sig Ingimundardóttir 184 högg

 

1. flokkur karla:

 

1-2 Gunnar Þór Ásgeirsson 151

1-2 Sigurður Stefánsson 151

 

1. flokkur kvenna:

 

1. Guðný Sigurðardóttir 189 högg

 

2. flokkur karla:

 

1. Júlíus Steindórsson 162 högg

 

2. flokkur kvenna:

 

1. Ingibjörg Magnúsdóttir 220 högg

 

3. flokkur karla:

 

1. Kristján Árni Jakobsson 174 högg

 

4. flokkur karla

 

1. Bjarki Egilsson 275 högg

 

Eftir 54 holur:

 

5. flokkur karla:

 

1. Haukur Örn Jóhannesson 294

 

55 ára og eldri:

 

1. Þorsteinn Geirharðsson 160 högg

 

70 ára og eldri:

 

1. Jóhann R. Benediktsson 180 högg

 

Drengir 13-15 ára:

 

1. Sigurður Jónsson 233 högg

 

Myndirnar: Víkurfréttir eru vel sjáanlegar á öllum holum golfvallarins / Bergvíkin er erfið hola eins og þessir golfarar fengu að kynnast í gær. VF-myndin/Atli Már Gylfason

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024