Meistarar meistaranna í körfunni um helgina
Íslenski körfuknattleiksmenn setja venjulegt tímabil sitt af stað um helgina þegar leiknir verða leikir meistara meistaranna í karla-og kvennaflokki. Leikirnir verða leiknir í Njarðvík á sunnudag og eru það að venju Íslandsmeistarar og bikarmeistarar sem eigast við.KR og Keflavík mætast í kvennaleiknum sem hefst kl. 18 og Njarðvík og ÍR mætast í karlaleiknum og hefst hann kl. 20. Að venju rennur allur ágóði leikjanna til Barnaheillar og mun PKU, félag foreldra með efnaskiptasjúkdóma, njóta góðs af ágóðanum að þessu sinni. Frá þessu er greint á heimasíðu KKÍ.