Meistarakeppni KKÍ til styrktar börnum með axlaklemmu
Meistarakeppni KKÍ fer fram í Keflavík á sunnudag. Þar mætast Keflavík og Haukar í kvennaleiknum og Keflavík og Njarðvík í karlaleiknum.
Á blaðamannafundi sem haldinn var í Reykjavík í dag hittust forráðamenn liðanna og kom þar fram að leikmenn liðanna eru allir í góðu standi og mikil hugur er í liðunum.
Eins og síðustu 10 ár verður leikurinn til styrktar góðu málefni. Í ár er það Foreldrafélag barna með axlaklemmu sem nýtur góðs af aðgangseyrinum.
Axlarklemma er sjaldgæft ástand og kemur til í fæðingu ef notað er of mikið afl til að ná barninu út. Þá geta taugar í hálsi trosnað eða skemmst og handleggur barnsins orðið lamaður eða máttlaus vegna þess. Lækning við sjúkdómnum felur í sér flutning á taugum t.d. úr læri og flutt upp í háls. Það er búið að vera baráttumál fyrirtækisins alllengi að að fá reglulega barnataugaskurðlækni til landsins. Baráttumál foredrafélagsins hefur frá stofnun 1996 verið að styðja við bakið á öðrum foreldrum í þessari erfiðu aðstöðu. Félagið hyggst nota þá fjármuni sem safnast til að opna heimasíðu og gefa út kynningarefni um sjúkdóminn.
Viðstödd fundinn voru þau Sigrún Sigurjónsdóttir, formaður foreldrafélagsins, og Sigurbjörn Eyþórsson, ungur körfuknattleiksiðkandi sem stríðir við axlarklemmu og fékk Sigurbjörn búning íslenska landsliðsins að gjöf. Á hópmyndinni er Sigurbjörn ásamt fulltrúum Njarðvíkur og Keflavíkur sem komu á fundinn.
Á blaðamannafundi sem haldinn var í Reykjavík í dag hittust forráðamenn liðanna og kom þar fram að leikmenn liðanna eru allir í góðu standi og mikil hugur er í liðunum.
Eins og síðustu 10 ár verður leikurinn til styrktar góðu málefni. Í ár er það Foreldrafélag barna með axlaklemmu sem nýtur góðs af aðgangseyrinum.
Axlarklemma er sjaldgæft ástand og kemur til í fæðingu ef notað er of mikið afl til að ná barninu út. Þá geta taugar í hálsi trosnað eða skemmst og handleggur barnsins orðið lamaður eða máttlaus vegna þess. Lækning við sjúkdómnum felur í sér flutning á taugum t.d. úr læri og flutt upp í háls. Það er búið að vera baráttumál fyrirtækisins alllengi að að fá reglulega barnataugaskurðlækni til landsins. Baráttumál foredrafélagsins hefur frá stofnun 1996 verið að styðja við bakið á öðrum foreldrum í þessari erfiðu aðstöðu. Félagið hyggst nota þá fjármuni sem safnast til að opna heimasíðu og gefa út kynningarefni um sjúkdóminn.
Viðstödd fundinn voru þau Sigrún Sigurjónsdóttir, formaður foreldrafélagsins, og Sigurbjörn Eyþórsson, ungur körfuknattleiksiðkandi sem stríðir við axlarklemmu og fékk Sigurbjörn búning íslenska landsliðsins að gjöf. Á hópmyndinni er Sigurbjörn ásamt fulltrúum Njarðvíkur og Keflavíkur sem komu á fundinn.