Meistarakeppni í blaki haldin í Keflavík
Blakdeild Keflavíkur mun halda meistarakeppnina í blaki en þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem þessi keppni fer fram og áskotnaðist Keflavík sá heiður að fá að halda þessa keppni í fyrsta sinn. Keflavík er að hefja sitt fimmta starfsár í blakinu og hefur verið mikill uppgangur síðastliðin ár.
HK og Afturelding etja kappi bæði í karla og kvennaflokki og eiga karlarnir leik kl. 13 en konurnar kl 15. Leikirnir fara fram í Akurskóla og er fólk hvatt til að mæta á þennan skemmtilega viðburð og er faðgangur ókeypis.
Þess má einnig geta að leikirnir verða sýndir á sport tv í beinni útsendingu.