Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Meistaradeildar peningar í unglingastarfið
Föstudagur 30. október 2009 kl. 17:03

Meistaradeildar peningar í unglingastarfið

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Pepsi-deildarliðin Keflavík og Grindavík fá 2,2 milljónir króna til unglingastarfs frá Knattspyrnusambandi Íslands og UEFA. Alþjóðasambandið skilar hluta af tekjum af Meistaradeildinni í knattspyrnu til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.
Íslensk félög frá 37 millj. króna í sinn hlut til barna- og unglingastarfs. Stjórn KSÍ samþykkti að leggja til 33 milljónir á móti þannig að úr varð 70 millj. kr.

Úthlutun til félaga er háð því að þau haldi úti starfsemi í yngri flokkum og hafi samþykkta áætlun um uppeldisstarf. Framlag UEFA getur einungis runnið til félaga í Pepsi-deild karla og 1. deild karla. Framlag KSÍ að stærstum hluta fer til félaga í 2. og 3. deild karla og félaga utan deilda.

Njarðvíkingar og Reynismenn fá eina milljón hvort félag.