Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Meistarabragur á Keflvíkingum gegn Skallagrími
Brittanny Dinkins fór mikinn með Keflavíkurliðinu og skoraði 35 stig. VF-myndir/hilmarbragi.
Miðvikudagur 25. október 2017 kl. 21:24

Meistarabragur á Keflvíkingum gegn Skallagrími

Keflavík tók á móti Skallagrím á heimavelli nú fyrr í kvöld í Domino´s- deild kvenna í körfu. Leikurinn endaði með sigri Keflavíkur 107-92 en tvöfaldir meistarar frá síðasta ári höfðu fyrir leikinn tapað þremur leikjum. Lið Keflavíkur og Skallagríms mættust í úrslitaleik Maltbikarkeppninnar á síðasta tímabili þar sem að Keflavík fór með sigur af hólmi.

Stigahæstar í liði Keflavíkur voru Brittanny Dinkins sem átti stórleik en hún var með 35 stig, 6 fráköst og 13 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir var með 18 stig (6 þristar) og 4 fráköst og Thelma Dís Ágústsdóttir var með 18 stig og 9 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Carmen Tyson-Thomas var yfirburðar leikmaður í Skallagrími og skoraði 49 stig og tók 18 fráköst.

Hilmar Bragi smellti nokkrum myndum í leiknum og það má sjá í meðfylgjandi myndasafni.

 

 

 

 

Keflavík-Skallagrímur kvenna