Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 18. nóvember 2003 kl. 17:25

Meiðsli í herbúðum Grindavíkur

Einhver bið verður á því að Helgi Jónas Guðfinnsson, landsliðsmaður í körfubolta, geti beitt sér af fullum krafti eftir að meiðsli sem hann hefur verið að eiga við að undanförnu tóku sig upp aftur. Friðrik Ingi, þjálfari Grindavíkur, er að vonum vonsvikinn með þetta bakslag. „Jú, það eru bólgur og sýking sem hann hefur verið að berjast við að undanförnu sem hafa tekið sig upp að nýju. Ég er að vona að hann verði búinn að ná sér fyrir bikarleikina um helgina en það er alls óvíst. Þrátt fyrir þetta höldum við okkar striki. Helgi er búinn að vera meira og minna frá í allt haust og við höfum staðið okkur ágætlega. “
Steinar Arason verður líka frá keppni í einhverjar vikur eftir að hafa meiðst í KR-leiknum en Friðrik segir að hans menn séu samt hvergi smeykir. „Restin af mannskapnum þarf bara að þjappa sér betur saman. Það verða hvað sem öðru líður tíu menn í gulum treyjum og það skiptir öllu“, segir hann að lokum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024