Með sigurglampa í augunum – nýtt stuðningsmannalag Keflavíkur
„Með sigurglampa í augunum“ er nýtt stuðningsmannalag Keflavíkur eftir Hobbitana en Puma-sveitin aðstoðar með söng í laginu. Keflvíkingar leika sem kunnugt er undanúrslitaleik í VISA-bikarnum á sunnudag gegn Blikum.
Lagið er norskt að uppruna og er eftir Frode Viken en íslenski textinn er eftir Ármann Ó. Helgason. Að sögn Ólafs Þór Ólafssonar sem er annar Hobbitanna þá eru þeir trúbadoradúett af Suðurnesjum og þeir hafa spilað talsvert hér suður með sjó undanfarin fimm ár. Í vor voru þeir beðnir að vinna nýtt stuðningsmannalag sem þeir og gerðu og tóku upp í Geimsteini.
Á myndunum má sjá Keflvíkinga fagna bikartitlum árin 2004 (að neðan) og 2006 (efri mynd) en nokkrir leikmanna Keflavíkur í dag voru í þessum liðum, sumir í báðum.