Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

McShane með Grindavík í sumar
Sunnudagur 3. apríl 2005 kl. 15:56

McShane með Grindavík í sumar

Miðjumaðurinn Paul McShane mun að öllum líkindum leika með úrvalsdeildarliði Grindvíkur næsta sumar, en nokkur óvissa hafði staðið um hans mál síðustu mánuði. Á heimasíðu félagsins kemur fram að leikmaðurinn sé væntanlegur til landsins í dag og

McShane, sem er 27 ára, hefur leikið með Grindavík frá árinu 1998 og hefði félaginu verið mikil blóðtaka að missa hann eins og útlit var fyrir.

Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildarinnar, sagði í viðtali við Víkurfréttir að þeir væru afar fegnir að McShane yrði áfram í þeirra herbúðum, enda sé hann frábær leikmaður og mikilvægur hlekkur í liðinu.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024