Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

McAusland kveður Njarðvík
Fyrirliðinn kveður Njarðvík. Myndir úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 25. september 2023 kl. 09:23

McAusland kveður Njarðvík

Knattspyrnudeild Njarðvíkur og fyrirliðinn Marc McAusland hafa komist að þeirri niðurstöðu að framlengja ekki samstarfi nú þegar samningur Marc er að renna út. Frá þessu er greint á Facebook-síðu knattspyrnudeildarinnar.

Frá árinu 2020 hefur Marc leikið 105 leiki fyrir Njarðvík í leikjum á vegum KSÍ og skorað í þeim nítján mörk þrátt fyrir að leika stöðu miðvarðar, auk þess hefur hann verið fyrirliði liðsins og í þjálfarahlutverki hjá Njarðvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í samtali við Víkurfréttir segir Marc að hann sé að meta stöðuna en nokkur lið hafa þegar sett sig í samband við hann. McAusland er orðinn 35 ára gamall en hann gegndi mikilvægu hlutverki í liði Njarðvíkur í sumar og sýndi og sannaði að hann á nokkur góð ár eftir í boltanum.

Marc er harður í horn að taka og sterkur varnarmaður. Hér í leik með Njarðvík gegn Þór í Lengjudeildinni í sumar.