Mathiesen til Keflavíkur
Miðjumaðurinn Hans Mathiesen gekk um helgina til liðs við knattspyrnulið Keflavíkur. Mathiesen hefur leikið með Fram hér á landi síðustu þrjú ár, en var sagt upp fyrir skemmstu.
Á heimasíðu Keflvíkinga segir að um sé að ræða góða viðbót við leikmannahópinn þegar styttist óðum í fyrsta leik sumarsins. Er vænst mikils af honum í baráttunni sem er framundan.
Mynd/keflavik.is: Mathiesen og Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildarinnar.