Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Matartorg fyrir toppslag Þróttar og Aftureldingar á morgun
Fimmtudagur 28. júní 2018 kl. 10:30

Matartorg fyrir toppslag Þróttar og Aftureldingar á morgun

Toppslagur er í 2. deildinni á Íslandsmótinu í knattspyrnu á Vogabæjarvellinum í Vogum á morgun, föstudaginn 29. júní, kl. 19:15. Þá mætast Þróttur V og Afturelding. Afturelding er á toppi deildarinnar og Þróttur í 2. sæti.
 
Þróttarar ætla að gera mikið úr leiknum á morgun og hafa stemmningu fyrir leik með því að hafa matartorg fyrir leikinn. „Í tilefni þess að tvö efstu lið 2. deildar eru að fara mætast á Vogabæjarvelli ætlum við hjá Þrótti að efla umgjörðina fyrir fjölskylduna og aðra vallargesti í samstarfi við Jón Sterka. Hægt verður að nálgast fjölbreyttar veitingar frá klukkan 17:30 til 19:00 hjá Jóni Sterka,“ segir í tilkynningu frá Þrótti V. 
 
Stuðningsfólk og aðrir vallargestir geta „gírað sig upp“ fyrir stórleikinn frá klukkan 17:30 og fram að leik í íþróttamiðstöðinni og félagsmiðstöðpinni.
 
Frítt inn fyrir 18 ára og yngri. Frítt inn fyrir 67 ára og eldri en 1000kr fyrir aðra gesti. 
 
Hægt verður að fá „Þróttaradíl“ á Fish & chips á 1690kr. og margt fleira hjá Jóni Sterka fram að leik. Salurinn í Vogabæjarhöllinni opnar kl. 17:30.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024