Massafélagar mössuðu þetta!
Félagar í Massa, kraftlyftingadeild UMFN, létu mikið að sér kveða á Íslandmeistaramótinu í bekkpressu sem fram fór um helgina á Akranesi.
Keppnin var hörð í mörgum flokkum og fjöldi Íslandsmeta féll. Tólf þátttakendur frá Massa kepptu á mótinu. Er skemmst frá því að segja að þeir sigruðu í sjö þyngdarflokkum og gjörsigruðu liðakeppnina með fullt hús stiga. Í heildina komu átta Íslandsmeistaratitlar í hlut Massa.
Sævar Borgarsson og Daði Már Jónsson settu Íslandsmet í sínum flokkum. Aðrir Íslandsmeistarar urðu:
Signý Harðardóttir í -60kg flokki,
Daði Már Jónsson sigraði í -67,5kg flokki,
Sævar Borgarsson sigraði í -75kg flokki,
Karl Eysteinsson -82,5kg flokki,
Rúnar Friðriksson í -90kg flokki,
Stefán Sturla Svavarsson -110kg flokki,
Guðmundur Erlingsson í +125kg flokki.
Mynd/www.kraft.is