Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Marley Blair farinn frá Keflavík
Marley Blair í leik með Keflavík á þessu tímabili. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 23. júní 2023 kl. 13:58

Marley Blair farinn frá Keflavík

Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur og Marley Blair hafa komist að samkomulagi um að hann yfirgefi herbúðir Keflvíkinga.

Blair lék tólf leiki í efstu deild og þrjá í bikar með Keflavík sumarið 2021 en var ekkert með í deildarkeppninni á síðasta tímabili. Hann kom aftur inn í hópinn í vor en hefur ekki náð að skila því sem ætlast var til af honum og því varð það að samkomulagi að slíta samningnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar mæta Fylkismönnum á HS Orkuvellinum í mikilvægum „sex stiga“ leik í kvöld en Keflvíkingar sitja á botni Efstu deildar karla með sjö stig og Fylkismenn eru tveimur sætum fyrir ofan með ellefu. Keflavík hefur ekki unnið leik frá því í fyrstu umferð en þá vann Keflavík einmitt Fylki í Árbænum.