Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Markús Máni tryggði Víði sigurinn á Grenivík
Markús Máni Jónsson hér í leik gegn Haukum. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 4. júlí 2024 kl. 09:38

Markús Máni tryggði Víði sigurinn á Grenivík

Víðismenn gerðu góða ferð til Grenivíkur í gær þegar Víðir heimsótti Magna í þriðju deilda karla í knattspyrnu. Markús Máni Jónsson skoraði snemma eina mark leiksins.

Magni - Víðir 0:1

Það tók Víðismenn ekki langan tíma að brjóta ísinn en Markús Máni Jónsson skoraði strax á annarri mínútu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það reyndist ráða úrslitum því fleiri urðu mörkin ekki og Víðis sótti þrjú dýrmæt stig ti Grenivíkur.

Víðismenn eru í næstefsta sæti deildarinnar en það er stutt á milli efstu liða, Kári er á toppnum með 23 stig, Víðir með 21, Árbær 20 stig og Augnablik er í fjórða sæti með 18 stig.