Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Markmiðið að vinna deildina“ - stórleikur Keflavíkurstúlkna í kvöld
Keflavíkurstelpurnar eru klárar í slaginn.
Föstudagur 10. ágúst 2018 kl. 13:23

„Markmiðið að vinna deildina“ - stórleikur Keflavíkurstúlkna í kvöld

Einn stærsti leikur Keflavíkurstúlkna í Inkasso-deildinni í knattspyrnu er í kvöld á Nettó-vellinum í Keflavík þegar þær fá Fylki í heimsókn. Keflavík er á toppnum en Fylkiskonur eru í 2. sæti. Sigur í leiknum myndi fara langt með að tryggja bítlabæjarliðinu öruggt sæti í Pepsi-deildinni á næsta ári.

„Þetta er í raun bara úr­slita­leik­ur, um hvað, hvort liðið stend­ur uppi sem sig­ur­veg­ari í deild­inni í haust. Við erum að fara spila við þær núna í dag og svo aft­ur 20. ág­úst, sem er sem sagt frestaður leik­ur frá því í júní, en sig­ur í leikn­um í dag myndi gera mikið fyr­ir bæði lið. Mark­miðið okk­ar fyr­ir mót var að vinna deild­ina og von­andi kom­umst við nær því mark­miðið eft­ir leik­inn í kvöld,“ segir Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur við mbl.is

Leikurinn hefst kl. 19.15 og hafa Keflvíkingar verið duglegir að minna á þennan stórleik og hafa hvatt heimamenn til að fjölmenna á leikinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024