Markasúpa í sigurleik Keflavík gegn Grindavík
Keflavík og Grindavík léku um síðustu helgi í Lengjubikarkeppni KSÍ í karlaflokki í knattspyrnu þar sem að Keflavík hafði betur 4-2. Hólmar Örn Rúnarsson, sem nýverið gekk á ný í raðir Keflavíkurliðsins, skoraði tvívegis í leiknum en Grindavík skoraði fyrsta mark leiksins. Staðan var jöfn 2-2, þegar skammt var eftir af leiknum, og skoruðu Keflvíkingar tvívegis á lokamínútum leiksins.
Mörkin í leiknum skoruðu: (heimild fotbolti.net)
0-1 Óli Baldur Bjarnason, Víti
1-1 Haraldur Freyr Guðmundsson
2-1 Hólmar Örn Rúnarsson
2-2 Jósef Kristinn Jósefsson
3-2 Hólmar Örn Rúnarsson
4-2 Bojan Stefán Ljubicic