Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Markasúpa í Garðinum
Laugardagur 23. september 2017 kl. 17:22

Markasúpa í Garðinum

Víðismenn voru einum sigri frá sæti í Inkasso-deildinni að ári. Með sigri í síðasta leik hefði leikur Víðis og Magna á Nesfiskvellinum í Garði í dag verið hreinn úrslitaleikur. Víðismenn létu hins vegar taka sig í bakaríið í Mosó um síðustu helgi, svo leikurinn í dag skipti í raun litlu máli.

Víðismenn, sem halda sína uppskeruhátíð í kvöld, mættu ákveðnir til leiks í dag og voru komnir 2-0 yfir eftir fjórtán mínútur. Milan Tasic skoraði fyrsta markið og Patrik Snær Atlason mark nr. 2.

Þá var komið að Magna að raða inn mörkum. Þeir skoruðu næstu þrjú. Lars Óli Jessen skoraði tvö og staðan í hálfleik var 2-2. Magni bætti svo við marki 54. mínútu sem Bergvin Jónsson skoraði og var þar með kominn yfir.

Þetta voru Víðismenn ekki kátir með og skoruðu tvö mörk á tveimur mínútum. Ari Steinn Guðmundsson og 66. mínútu og Patrekur Örn Friðriksson kom Víði í 4-3 á 68. mínútu.

Víðismenn héldu áfram og komust í 5-3 með marki Pawel Grudzinski. Ívar Sigurbjörnsson minnkaði muninn í 5-4 á 87. mínútu. Víðismenn svöruðu um hæl, 6-4 á 88. mínútu með marki Patriks Snæs Atlasonar.

Magnamenn gáfust ekki upp og bættu við sínu fimmta marki þegar þrjár mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma. Það dugði ekki til. Víðir vann 6-5 og ellefu mörk skoruð í leiknum.

Víðismenn enduðu tímabilið í 3. sæti 2. deildar. Njarðvík endaði á toppnum og Magni fylgir þeim í Inkasso-deildina að ári.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024