Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Markasúpa hjá Þrótturum
Reynir Þór er iðinn við markaskorun. Hann hefur nú skorað 4 mörk í 3 leikjum á tímabilinu.
Fimmtudagur 6. júní 2013 kl. 07:10

Markasúpa hjá Þrótturum

3-3 jafntefli í toppslagnum

Þróttarar gerðu 3-3 jafntefli á heimavelli sínum gegn KFG í 4. deild karla í knattspynu í gær en um toppslag var að ræða. Reynir Þór Valsson skoraði mark Þróttara í fyrri hálfleik en staðan var 1-1 að honum loknum. Aftur var Reynir á ferðinni í byrjun seinni hálfleiks er hann kom Þrótturum í 2-1. Reynir er sem stendur markahæstur í 4. deild með fjögur mörk í þremur leikjum. Skömmu síðar jöfnuðu gestirnir en Þróttarar náðu yfirhöndinni eftir mark frá Hinriki Hinrikssyni. Ekki tókst þeim Vogamönnum að halda forystunni því 10 mínútum fyrir leikslok náðu gestirnir að skora mark sem tryggði þeim stig.

Þróttarar eru í öðru sæti í A-riðli 4. deildar með sjö stig eftir þrjá leiki. KFG hefur sama stigafjölda í efsta sætinu en liðið hefur betra markahlutfall.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024