Markaskorarinn Rúnar Ingi í Keflavík
Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur fengið liðsauka fyrir átökin í Lengjudeildinni í sumar en markaskorarinn Rúnar Ingi Eysteinsson er genginn til liðs við félagið.
Rúnar Ingi er 21 árs gamall öflugur framherji sem kemur Augnabliki þar sem hann hefur skorað 27 mörk í 42 leikjum.
Rúnar er styrkir framlínu Keflavíkur sem mætir Breiðabliki í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla næstkomandi fimmtudag á gervigrasinu við Nettóhöllina.