Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Markaregn í tapleik hjá Silkeborg
Þriðjudagur 10. apríl 2007 kl. 09:20

Markaregn í tapleik hjá Silkeborg

Það hvorki gengur né rekur hjá félögunum Hólmari og Herði með danska liðinu Silkeborg þessa dagana en í gær máttu þeir sætta sig við 6-4 tap gegn AaB í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

 

Silkeborg er í næst neðsta sæti deildarinnar með 12 stig þegar 10 leikir eru eftir í deildarkeppninni. Hólmar Örn Rúnarsson var í byrjunarliði Silkeborg í gær en fór af velli á 43. mínútu. Hörður Sveinsson kom inn á sem varamaður á 87. mínútu en hvorugur þeirra náði að setja mark sitt á leikinn.

 

Næsti leikur er gegn Viborg á útivelli sunnudaginn 15. apríl en Viborg er sæti ofar en Silkeborg en 10 stigum munar á liðunum og verður Silkeborg að ná fram sigri ef þeim á að takast að saxa á muninn og reyna að halda sér í deildinni.

 

Mynd: http://www.sif-support.dk/visdata.asp - Hörður Sveinsson í búningi Silkeborgar.

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024