Markalaust jafntefli hjá Grindvíkingum

Grindvíkingar sóttu Valsmenn heim í gær þegar liðin mættust í 15. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu. Leikurinn var ekki tilþrifamikill og var fyrri hálfleikurinn fremur bragðdaufur. Úrsliti leiksins voru eftir því en liðin skildu með markalausu jafntefli.
Nokkur marktækfæri litu þó dagsins ljós í leiknum og höfðu Grindvíkingar þar vinninginn en þeir voru mun ákveðnari. Þeir höfðu undirtökin í seinni hálffleik og áttu ágæt marktækifæri en tókst því miður ekki að koma boltanum í netið.
Staðan í deildinni er þessi eftir leiki helgarinnar:



 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				