Markalaust jafntefli hjá Grindavík og KR í fjörugum leik
Grindvíkingar og KR gerðu markalaust jafntefli í Landsbankadeild karla í kvöld.
Leikurinn, sem fór fram í Grindavík, var opinn og skemmtilegur lengst af og vantaði ekkert nema mörkin.
KR byrjaði betur og hafði undirtökin í fyrstu. Kjartan Henry Finnbogason, ungstirni KR-inga, átti ágætis rispur í framlínunni og stríddi varnarmönnum Grindvíkinga.
Sóknir gestanna voru mun þyngri, en Grindvíkingar voru samt óheppnir að ná ekki forystunni á 15. mín. Eysteinn Hauksson tók þá aukaspyrnu við vítateigshorn KR. Boltinn barst til Guðmundar Andra Bjarnasonar sem lét vaða á markið en knötturinn hafnaði í slánni.
Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var nokkuð jafnræði með liðunum það sem þau voru hvorugt að skapa sér mjög góð færi.
Í seinni hálfleik voru Grindvíkingar líklegri í jöfnum leik og var ekki mikið um færi frekar en í fyrri hálfleik.
Á 76. mín. þurfti Albert Sævarsson í marki Grindavíkur þó að taka á honum stóra sínum. Guðmundur Benediktsson átti þá gott skot úr aukaspyrnu, en Albert var vandanum vaxinn og varði örugglega.
Það sem eftir lifði leiks voru Grindvíkingar miklu líklegri til að hirða stigin þrjú, en höfðu ekki heppnina með sér fyrir framan mark KR.
„Ég er sáttur við jafnteflið en við þurfum að fara að vinna þessa leiki!“, sagði Grindvíkingurinn Óli Stefán Flóventsson í samtali við Víkurfréttir. „Við erum búnir að gera fullmikið af jafnteflum, en maður er auðvitað sáttur með stig á móti KR. Samt vorum við óheppnir að vinna ekki. Við skutum í slá í fyrri hálfleik og svo vorum við með skot fyrir utan í seinni hálfleik sem hefðu mátt hitta á rammann.“
Þjálfari þeirra, Zeljko Sankovic, var ekki alveg eins ánægður með stigið.
„Nei, ég er ekki alveg sáttur. Þetta var heimaleikur og við búumst alltaf við vinna hér heima. Við létum boltann ekki ganga nógu vel og leikmenn sýndu gestunum of mikla virðingu. Við spiluðum of varfærnislega því KR er alltaf KR.“
VF-myndir/Hilmar Bragi
Leikurinn, sem fór fram í Grindavík, var opinn og skemmtilegur lengst af og vantaði ekkert nema mörkin.
KR byrjaði betur og hafði undirtökin í fyrstu. Kjartan Henry Finnbogason, ungstirni KR-inga, átti ágætis rispur í framlínunni og stríddi varnarmönnum Grindvíkinga.
Sóknir gestanna voru mun þyngri, en Grindvíkingar voru samt óheppnir að ná ekki forystunni á 15. mín. Eysteinn Hauksson tók þá aukaspyrnu við vítateigshorn KR. Boltinn barst til Guðmundar Andra Bjarnasonar sem lét vaða á markið en knötturinn hafnaði í slánni.
Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var nokkuð jafnræði með liðunum það sem þau voru hvorugt að skapa sér mjög góð færi.
Í seinni hálfleik voru Grindvíkingar líklegri í jöfnum leik og var ekki mikið um færi frekar en í fyrri hálfleik.
Á 76. mín. þurfti Albert Sævarsson í marki Grindavíkur þó að taka á honum stóra sínum. Guðmundur Benediktsson átti þá gott skot úr aukaspyrnu, en Albert var vandanum vaxinn og varði örugglega.
Það sem eftir lifði leiks voru Grindvíkingar miklu líklegri til að hirða stigin þrjú, en höfðu ekki heppnina með sér fyrir framan mark KR.
„Ég er sáttur við jafnteflið en við þurfum að fara að vinna þessa leiki!“, sagði Grindvíkingurinn Óli Stefán Flóventsson í samtali við Víkurfréttir. „Við erum búnir að gera fullmikið af jafnteflum, en maður er auðvitað sáttur með stig á móti KR. Samt vorum við óheppnir að vinna ekki. Við skutum í slá í fyrri hálfleik og svo vorum við með skot fyrir utan í seinni hálfleik sem hefðu mátt hitta á rammann.“
Þjálfari þeirra, Zeljko Sankovic, var ekki alveg eins ánægður með stigið.
„Nei, ég er ekki alveg sáttur. Þetta var heimaleikur og við búumst alltaf við vinna hér heima. Við létum boltann ekki ganga nógu vel og leikmenn sýndu gestunum of mikla virðingu. Við spiluðum of varfærnislega því KR er alltaf KR.“
VF-myndir/Hilmar Bragi