Föstudagur 4. ágúst 2017 kl. 14:19
Markalaust jafntefli Grindavíkur í fyrsta leik eftir EM
Grindavík mætti Stjörnunni í Pepsi deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi en það var fyrsti leikur deildarinnar eftir sex vikna hlé sem gert var á deildinni vegna Evrópmótsins í Hollandi. Leikurinn endaði markalaus.
Með stiginu klifra Grindavíkurstúlkur upp í sjötta sæti deildarinnar.