Markalaust hjá Njarðvík - ekki lausir við falldrauginn
Njarðvíkingar eru fjórum stigum frá fallsæti í 2. deild karla í fótbolta eftir að þeir gerðu markalaust jafntefli við Aftureldingu á laugardag, en Mosfellingar er í öðru sæti deildarinnar. Nú eru eftir þrjár umferðir í deildinni þar sem Njarðvíkingar eiga eftitr að mæta Gróttu sem eru í þriðja sæti, auk Vestra og KF en þeir síðarnefndu eru nánast örugglega fallnir og sitja í neðsta sæti.