Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Markalaust á Njarðtaksvellinum – Grindvíkingar undir gegn Blikum
Mánudagur 14. júní 2010 kl. 20:24

Markalaust á Njarðtaksvellinum – Grindvíkingar undir gegn Blikum


Staðan í hálfleik í leik Keflavíkur og Hauka sem nú fer fram á Njarðtaksvellinum og hófst klukkan 19:15 er 0-0. Rigning og rok er á vellinum en Keflvíkingar léku gegn vindi í fyrri hálfleik. Liðin hafa átt erfitt með að skapa sér færi en þó hafa Keflvíkingar verið sterkari aðilinn í leiknum.

Grindvíkingar spila nú á móti Blikum í Kópavoginum og var staðan þar í hálfleik 2-1 fyrir þeim grænu. Gilles Mbang Ondo kom Grindvíkingum yfir með vítaspyrnu á 18. Mínútu en fimm mínútum síðar jöfnuðu Blikar metin með marki frá Arnóri S. Aðalsteinssyni. Á 32. Mínútu skoraði Alfreð Finnbogason annað mark Blika og kom þeim í 2-1.

Nánari umfjöllun um leikina síðar í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson - Úr leik Grindavíkur og ÍBV sem fram fór á dögunum.