Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar ósáttur við ákvörðun KSÍ
Joey Gibbs hefur verið drjúgur við markaskorun í sumar. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 21. október 2020 kl. 09:15

Markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar ósáttur við ákvörðun KSÍ

Joey Gibbs, leikmaður Keflavíkur og markahæsti leikmaður Lengjudeildar karla, er ekki sáttur við ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands um að leika áfram.

Hann birti tíst í gær eftir að ákvörðun KSÍ var gerð opinber að með þessu væri engin virðing borin fyrir leikmönnum. Ekki heilsufarslega, fjárhagslega og skynsemi væri ekki beitt við þessa ákvörðunartöku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í samtali við Víkurfréttir sagði Joey að þessi ákvörðun væri ekki tekin með hagsmuni leikmanna, félaga og almennings í huga.

„Ég veit að þetta tímabil hefur verið fjárhagslega erfitt hjá öllum félögum og nú er ætlast til að þau haldi áfram að greiða leikmönnum laun og uppihald í tvo mánuði til viðbótar án þess að það sé trygging fyrir því að það verði leikið yfir höfuð,“ segir Joey.

„Ég tel það heldur ekki sanngjarnt að leikmenn þurfi að taka áhættuna á að leika fótbolta og setja fjölskyldur sínar og liðsfélaga í hættur. Margir í okkar liði eiga fjölskyldumeðlimi sem eru í áhættuhópi.

Við elskum allir fótbolta og þó ég eigi möguleika á að setja eitthvað markamet þá tel ég þetta ekki vera réttu ákvörðunina ... og ég er ekki einn um þá skoður,“ sagði Joey að lokum.

Gibbs er í aðstöðu til að mögulega bæta markamet sem hefur staðið í næstefstu deild síðan 1976. Þegar Keflavík á þrjá leiki eru eftir samkvæmt mótaskrá vantar Joey aðeins fjögur mörk til að jafna metið.