Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

María Tinna bikarmeistari í standard dönsum
Laugardagur 6. febrúar 2016 kl. 08:17

María Tinna bikarmeistari í standard dönsum

Tryggði sér einnig sæti í A-landsliðinu

Njarðvíkumærin María Tinna Hauksdóttir ásamt dansfélaga sínum Gylfa Má unnu bikarmeistaratitilinn í flokki unglinga II í standard dönsum um liðna helgi. Nú um helgina fór fram danskeppni á Reykjavíkurleikunum og samhliða henni fór fram Íslandsmeistarakeppni í latin dönsum með frjálsri aðferð og bikarmeistarakeppni í standard dönsum með frjálsri aðferð. 

Einnig urðu þau í öðru sæti á Íslandsmeistaramótinu í latin dönsum og unnu þau sér því inn rétt til að taka þátt á heimsmeistarakeppninni í latin dönsum í Moldavíu sem fram fer í Október. Með þessum frábæra árangri eru þau einnig búin að tryggja sér sæti í A-landsliði Íslands. 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024