Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 28. október 2004 kl. 13:11

María og Valgeir hrósuðu sigri á púttmóti

Annað púttmót vetrarins fór fram þann 21. október í Röstinni. Spilaðar voru 32 holur að venju.
Sigurvegarar urðu:
Kvennaflokkur:
1.sæti María Einarsdóttir, 65 högg
2.sæti Regína Guðmundsdóttir, 68 högg
3.sæti Hrefna M.Sigurðardóttir, 69 högg
Hrefna vann í umspili við þær Jóhönnu Jensdóttur, og  Sesselju Þórðardóttur sem einnig voru á 69 höggum. Bingóverðlaun hlaut svo María Einarsdóttir eftir umspil við Hrefnu M. Sigurðardóttur báðar með 10 Bingó

Karlaflokkur:
1. sæti  Valgeir Sigurðsson, 59 högg
2. sæti  Högni Oddsson, 61 högg
3. sæti Gunnar Sveinsson, 64 högg
Gunnar vann bronsið eftir umspil við þá Stefán Egilsson, Valtý Sæmundsson, Hólmgeir Guðmundsson og Jón Ísleifsson sem allir voru á 64 höggum.
Bingó verðlaun hlaut Valgeir Sigurðsson líka. Hann gerði samtals 13 Bingó. Verðlaun voru veit af Grágás.  Næsta mót er svo Samkaupsmótið þann 4. nóvember.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024