María og Ingvar unnu Bláa Lóns þrautina
María Ögn Guðmundsdóttir og Ingvar Ómarsson komu sáu og sigruðu í Bláa Lóns þrautinni, Blue Lagoon Challenge, sem fram fór í gærkvöldi. Þetta er í fjórða sinn sem María Ögn fer með sigur af hólmi í kvennaflokki keppninnar en hún kom í mark á tveimur klukkustundum og sex mínútum.
Eins og svo oft áður var gríðarleg spenna í karlaflokki þar sem úrslitin réðust á endasprettinum. Svo fór að Ingvar Ómarsson, ríkjandi Íslandsmeistari í fjallahjólreiðum, kom fyrstu í mark, 4 sekúndum á undan Hafsteini Ægi Geirssyni, sem lenti í öðru sæti, og einni og hálfri mínútu á undan Loius Wolf, sigurvegaranum frá því í fyrra. Ingvar hefur þó nokkrum sinnum tekið þátt í Bláu Lóns þrautinni og endað í 2. eða 3. sæti en þetta er í fyrsta skipti sem hann sigrar
Bláa Lóns þrautin eða Blue Lagoon Challenge er stærsta fjallahjólakeppni ársins og var haldin í 22. skiptið í gær. 700 keppendur hjóluðu 60 kílómetra leið, frá Völlunum í Hafnarfirði, um ægifagurt Reykjanesið, og að bílastæðum Bláa Lónsins í Svartsengi í Grindavík.
Keppnin var ræst frá Ásvallalaug í Hafnarfirði þaðan hjólaði hópurinn saman í lögreglufylgd um 3 km leið suður að hesthúsunum þar sem tímataka hófst.
Úrslit kvenna
María Ögn Guðmundsdóttir 2:06:00
Halla Jónsdóttir 2:17:43
Bríet Kristný Gunnarsdóttir 2:20:46
Úrslit karla
Ingvar Ómarsson 1:48:06
Hafsteinn Ægir Geirsson 1:48:10
Louis Wolf 1:49:43