Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

María Ben spáir Keflavík sigri
Laugardagur 20. febrúar 2010 kl. 11:39

María Ben spáir Keflavík sigri

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Mér finnst Keflavík vera með reynslumeira lið, þar sem allir byrjunarliðs leikmenn liðsins hafa oftar komið í Höllina að spila,“ segir Keflvíkingurinn María Ben Erlingsdóttir sem sendi karfan.is  bikarúrslitaspá yfir hafið frá Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám og leikur körfubolta við Texas Pan American skólann, betur þekktur sem UTPA. María var í Höllinni 2007 og mátti þar sætta sig við silfur en hefur fulla trú á því að fyrrum liðsfélagar hennar í Keflavík taki gullið núna.


Nú er ekki langt síðan Haukar og Keflavík léku síðast til bikarúrslita og þú manst væntanlega nokkuð vel eftir þeim leik. Gætir þú gefið okkur svona ,,hraðsoðna" lýsingu á minningu þinni í sambandi við bikarúrslitin 2007?
Ég man vel eftir þessum leik, þar sem maður er alltaf spenntur að komast í Höllina að spila. Leikurinn var mjög jafn og úrslitin réðust alveg í blá lokin.

Varðandi liðin núna, hvar eru styrkleikarnir og veikleikarnir?
. Styrkurinn hjá Haukum er að þær eru með mjög góðan útlending og eru aðeins sterkari inn í teignum.

Hvaða leikmenn telur þú að eigi eftir að stíga upp í leiknum?
Birna og Bryndís eiga eftir að stíga upp í leiknum og vera mjög mikilvægar fyrir Keflavík. Hjá Haukum er útlendingurinn Heather, áberandi góð þar sem hún er hæst í næstum öllum tölfræði þáttum hjá Haukum. Ég hef trú á að Ragna Margrét eigi eftir að stíga upp fyrir Hauka.

Hvernig verður taktíkin, pressað frá fyrstu mínútu eða verður þetta rólegt framan af á meðan liðin eru að ná stærstu fiðrildunum úr maganum?

Bæði liðin eiga eftir að byrja leikinn af mikillii baráttu. Ég tel að þetta verður mjög jafn og spennandi leikur.

Hvernig fer svo leikurinn?
Ég held með mínum stúlkum í Keflavík og hef trú á að þær vinni leikinn. Þetta verður nokkuð jafn leikur en Keflavík er að spila viriklega vel þessa dagana og eiga eftir að koma með mikið sjálfstraust í höllina. Áfram Keflavík!