María Ben og Arnar Freyr best hjá Keflavík
Þau María Ben Erlingsdóttir og Arnar Freyr jónsson voru valin bestu leikmenn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur á nýliðnu keppnistímabili á lokahófi körfuknattleiksdeildarinnar sem fór fram á H-punktinum í gærkvöld.
Þau voru einnig valin í lið vetrarins ásamt þeim Birnu Valgarðsdóttur, Magnúsi Gunnarssyni og Jóni Norðdal.
Framfaraverðlaunin í karlaliðinu fékk Halldór Halldórsson og í kvennaliðinu Margrét Kara Sturludóttir. Sverrir Þór Sverrisson var valinn varnarmaður ársins.
Þau voru einnig valin í lið vetrarins ásamt þeim Birnu Valgarðsdóttur, Magnúsi Gunnarssyni og Jóni Norðdal.
Framfaraverðlaunin í karlaliðinu fékk Halldór Halldórsson og í kvennaliðinu Margrét Kara Sturludóttir. Sverrir Þór Sverrisson var valinn varnarmaður ársins.