Margt til lista lagt
Körfuknattleiksmanninum Ágústi Hilmari Dearborn er margt til lista lagt. Á síðustu leiktíð lék hann með Þór Þorlákshöfn í
Síðasta föstudag var haldin vegleg hnefaleikakeppni millum Íslands og Danmerkur í Hnefaleikahöllinni í Reykjanesbæ. Þar tók Ágúst þátt í sínum fyrsta hnefaleikabardaga og mátti sætta sig við ósigur en Guðjón Vilhelm hnefaleikafrömuður sagði Ágúst hafa staðið sig með mikilli prýði gegn erfiðum andstæðing.
Ágúst hefur nú snúið aftur á heimaslóðir og mun leika með Njarðvíkingum í Iceland Express deildinni í vetur.
Hnefaleikaíþróttin er í örum vexti á Suðurnesjum og jafnan ríkil mikil spenna og eftirvænting þegar Guðjón og félagar taka sig til og fá erlenda bardagamenn í heimsókn.